Skip to main content

Þorskur í tómat- og fetamauki

með kartöflubátum og salati

Einkunnagjöf

Það þarf ekki að fjölyrða um þorskréttina okkar, þeir eru allir meira og minna jafngóðir, enda úrvals hráefni á ferðinni. Hér er uppskrift af guðdómlegu tómatmauki sem hefur úrslitaþýðingu fyrir heildarbragðið af réttinum. Tómatar í dós eru alls ekki óhollir, jafnvel betri að sumu leyti en ferskir. Bragðið sem þeir gefa í þessu samhengi verður dásamlegt, eins og þið munið komast að raun um. Lykilatriði varðandi útkomuna er að láta laukinn einungis verða glæran, alls ekki láta hann brúnast, því þá tekur brúnaða laukbragðið yfir og það viljum við ekki að verði sæta & seiðandi tómatbragðinu yfirsterkara. Góða skemmtun við eldun og góða máltíð!

Nánar um réttinn

Heildartími

25 - 35 min

Næringarupplýsingar

Orka

438 cal

Prótein

43 g

Fita

17 g

Kolvetni

22 g

Trefjar

6 g

Þessi hráefni fylgja með

Þorskhnakkar
Þorskhnakkar
Kartöflubátar
Kartöflubátar
Hvítlaukur
Hvítlaukur
Skalottlaukur
Skalottlaukur
Niðursoðnir tómatar
Niðursoðnir tómatar
Basilíka fersk
Basilíka
Steinselja - fersk
Steinselja
Grænmetiskraftur
Grænmetiskraftur
Fetaostur í kryddolíu
Fetaostur - í kryddolíu
salatblanda
Salatblanda
Rauð paprika
Rauð paprika

Ofnæmisvaldar

FISKUR, SÚLFÍT, SOJA, MJÓLK
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón