Skip to main content

Ýsa í möndlusmjöri og karrý

með banana, kasjúhnetum og engiferristuðu graskeri

Einkunnagjöf

Vitið þið nú hvað, hér er enn einn fiskrétturinn sem er næstum með yfirnáttúrulegu og leyndardómsfullu bragði. Bara að láta ykkur vita, leyndarmálið gæti mögulega haft eitthvað að gera með guði í púbum. Þið verðið bara að prófa sjálf. Möndlusmjörið gefur extra tón í þetta tónverk og engifersristuð grasker eru eitthvað sem erfitt er að lýsa. Allt fer þetta einkar vel saman og útkoman er að mörgu leyti framandleg og einstök. Setningar eins og „er þetta ÝSA?“ (af því Íslendingar hafa stundum svo takmarkað álit á sínum helstu matartegundum ....) eða „hvernig er hægt að fá svona himneskt bragð?“ munu heyrast, við lofum því. Góða máltíð! (pssst! Leyndarmálið er bananarnir = guðir í púbum)

Nánar um réttinn

Heildartími

25 - 35 min

Næringarupplýsingar

Orka

578 cal

Prótein

46 g

Fita

30 g

Kolvetni

25 g

Trefjar

5 g

Þessi hráefni fylgja með

Ýsa
Ýsa
Grasker
Grasker
laukur heill og skorinn
Laukur
Engifer
Engifer
Chili rautt
Chilí - ferskt
Banani
Banani
Karrýmauk
Karrýmauk - gult
Kasjúhnetur
Kasjúhnetur
kókosmjólk og hneta
Kókosmjólk
Límóna
Límóna
Möndlusmjör
Möndlusmjör

Ofnæmisvaldar

FISKUR, KASJÚHNETUR, MÖNDLUR
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Kristín Steinarsdóttir

Þróun rétta