Skip to main content
Ítalskt bolognese

Ítalskt bolognese

með blönduðu tagliatelle

Einkunnagjöf

Við erum auðvitað búin að margskrifa um mismunandi pastategundir, en það er allt í lagi að minna á það hér að akkúrat þessi tegund af pasta verður að vera 6 - 8 mm í þvermál til að kallast tagliatelle. Ef það væri aðeins færri mm og ponsu þykkara, þá ertu kominn með fettuccine. Og ef það þynnist meira verður til tagliolini, og verði þvermálið uppúr öllu valdi er það pappardelle.  Svona bara til að minna ykkur á.

Eins og þið vitið líka er græni liturinn í gærna tagliatellinu kominn úr spínati.

Bent hefur verið á að eitt að mörgu skemmtilegu við að njóta pastamáltíðar er  að matarlystin eykst og eykst eftir því sem maður borðar meira. Kannski er maður lystarlaus í upphafi máltíðar en ef er semsé pasta á borðum, þá fær maður lystina smátt og smátt. Oft finnst manni þetta vera ávanabindandi matur - og bókstaflega erfitt að hætta!

Hér er saman komið allt það sem prýða má pastamáltið svo við segjum bara; Buon appetito!

Nánar um réttinn

Undirbúningur

5 min

Heildartími

25 min

Næringarupplýsingar

Orka

1014 cal

Prótein

46 g

Fita

52 g

Kolvetni

62 g

Trefjar

27 g

innihald í einum skammti (á mann)

Þessi hráefni fylgja með

Ground beef
Ungnautahakk
Blandað tagliatelle
Tagliatelle blandað
Pastasósa
Pastasósa
Parmesan ostur
Parmesan ostur rifinn (Grana padano)
rjómi í skál 1856 x1856
Rjómi
Steinselja - fersk
Steinselja
Rautt pestó
Pestó kryddmauk

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt
Pipar
Pipar

Ofnæmisvaldar

DURUMHVEITI, EGG, SELLERÍ, MJÓLK, RJÓMI, KASJÚHNETUR
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.
Snorri

Snorri Guðmundsson

Þróun rétta Ljósmyndun Yfirumsjón