Skip to main content
Valentínusarpakkinn grafík

Valentínusarpakkinn

Hægt er að sækja og fá heimsent en heimsending fer aðeins fram á höfuðborgarsvæðinu.

Pöntunarfrestur er til þriðjudagsins 12. febrúar kl. 23:59

Afhending fer fram fimmtudaginn 14. febrúar, á Valentínusardag.

Valentínusardagurinn er dagur helgaður ástinni sem haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert. Ýmsum hefðum hefur verið komið á í tilefni þessa dags m.a. tíðkast sums staðar að gefa blóm og Valentínusarkort.


Þessar hefðir eiga uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum en í öðrum löndum gilda aðrar hefðir og sums staðar er dagurinn helgaður vináttu í stað ástar.


Dagurinn á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld. Ekki er vitað hvenær Valentínusardagurinn ruddi sér rúms á Íslandi en elsta heimildin er úr Morgunblaðinu frá árinu 1958 þar sem blómaverslanir í Reykjavík höfðu til sölu litla blómvendi sérstaklega hnýtta í tilefni dagsins.


Það er nauðsynlegt að gera sér dagamun og ætlum við hjá Eldum rétt að sjálfsögðu að leggja okkar á vogarskálarnar í að einfalda ykkur, kokkunum okkar, lífið og bjóðum við því upp á sérstakan Valentínusarpakka.


Pakkinn inniheldur:

  • 200 g af sérvaldri nautalund (á mann) með béarnaise, bökuðum kartöflum og fersku salati
  • Hráefni til að útbúa súkkulaðihúðuð jarðarber
  • Sérvalinn rómantískur blómvöndur frá Blómstru
  • Bíómiðar fyrir tvo í Sambíóin


Pöntunarfrestur pakkans er til miðnættis þriðjudaginn 12.febrúar og verður hann afhentur fimmtudaginn 14.febrúar. Pakkinn er fyrir tvo og kostar 9.990 kr.
Heimsending er í boði á höfuðborgarsvæðinu.