Skip to main content
súkkulaðimús

Silkimjúk súkkulaðimús

Innskrá til að sjá mögulega afhendingarmáta

Já, svona smakkast himnaríki, sagði einn sem smakkaði þennan eftirrétt - og mikið er það skiljanleg athugasemd. Hér er öllu því sem flestum finnst best súrrað saman í eina heilaga hræru sem verður að silkimjúkum "fluffy" frómasi eins og hann var kallaður í gamla daga eða "mousse" eins og hann heitir á frönsku. Hvað sem málvenjum líður, þá segjum við gleðilega hátíð og gleðilega súkkulaðimús! Passið ykkur samt að fljúga ekki útum gluggann af eintómri alsælu yfir þessari gersemi.