Skip to main content
Sumac 3

Sümac veisla

Innskrá til að sjá mögulega afhendingarmáta

Á Íslandi leynast margir framandi fjársjóðir í formi veitingastaða og Sümac á Laugavegi 28 er svo sannarlega á meðal slíkra. Staðurinn dregur nafn sitt af sümac trénu og djúprauðum, villtum berjum sem vaxa víða við Miðjarðarhaf. Um er að ræða bjartan sítruskeim og sameinast þarna fersk hráefni úr íslenskri náttúru sem matreidd eru úr hráefnum frá Miðjarðarhafi. Bragðheimarnir einkennast af fjarrænum, framandi kryddum og eldgrilluðum réttum sem eru hreinlega engum líkir.
„Það var lengi draumurinn að opna veitingastað og koma með eitthvað á markaðinn sem væri öðruvísi. Sümac er undir áhrifum frá Norður-Afríku og Líbanon en við gerum þetta líka á okkar vegu, með okkar tvisti.“ Svo mælir Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður, fyrrverandi liðsmaður og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins en hann er annar meistaranna á bak við Sümac-veisluna óviðjafnanlegu ásamt Tómasi Jóhannssyni.

Sümac veislan skiptist í eftirfarandi rétti:
Grillaðar lambarifjur
með linsubaunasalati og paprikukremi
Harissabökuð seljurót
með shanklish osti og za’tar

Þráinn Freyr hefur marga fjöruna sopið á glæstum ferli. Móðir hans var kokkur og pabbi hans hans rak sumarhótel en þar byrjaði Þráinn ungur í uppvaski eldhússins, sem síðar leiddi til óstöðvandi áhuga á eldamennsku. Þráinn lærði á Café Óperu og Grillinu Hótel Sögu árið 2006.Síðar meir var hann valinn matreiðslumaður ársins 2007, vann One World-matreiðslukeppnina 2008, komst í í 2. sæti í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2009 og 7. sæti í Bocuse d’Or-heimsmeistarakeppni einstaklinga 2011. Þá stendur Þráinn Freyr einnig að baki veitingastaðarins ÓX.