Skip to main content
Sokkar fyrir Mottumars 2019

Mottumars sokkar

Innskrá til að sjá mögulega afhendingarmáta

Sokkarnir koma í tveimur stærðum: 36-40 og 41-45.

Sokkarnir koma einnig í tveimur litum en það mun koma á óvart hvorn litinn þú færð.

 

Upp með sokkana!

 

Við tökum með stolti þátt í Mottumars og bjóðum viðskiptavinum okkar að kaupa Mottumarssokkana hjá okkur. Sokkaparið kostar aðeins 2000 kr og mun fjárhæðin renna óskert til Krabbameinsfélagsins.

 

Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Mottumarssokkarnir skarta nýrri hönnun ár hvert og í þetta sinn var haldin hönnunarkeppni í Listaháskólanum.Við hvetjum þig til að leggja málefninu lið og hjálpa okkur að vekja athygli á krabbameini í körlum.

 

Á blogginu okkar á www.eldumrett.is má finna fræðsluefni um mikilvægi trefjaríks mataræðis til að draga úr líkum á krabbameinum. Þá viljum við einnig benda á www.karlaklefinn.is er hægt að finna fræðsluefni fyrir karla, upplýsingar um einkenni, meðferðir og afleiðingar, upplýsingar um réttindamál svo fátt eitt sé nefnt.