Skip to main content
Mottumars sokkar ársins 2020

Mottumars sokkar

Innskrá til að sjá mögulega afhendingarmáta

Mottumarssokkarnir koma í tveimur stærðum 36-40 og 41-45 og afhendast á sömu dögum og matarpakkarnir.


Upp með sokkana!


Við tökum með stolti þátt í Mottumars og bjóðum viðskiptavinum okkar að kaupa Mottumarssokkana hjá okkur. Sokkaparið kostar aðeins 2000 kr og mun fjárhæðin renna óskert til Krabbameinsfélagsins.


Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Mottumars er árlegt verkefni Krabbameinsfélagsins, sem er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið.
Með heilsusamlegum lífsstíl er hægt að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum. Krabbameinsfélagið vinnur að forvörnum gegn krabbameinum og hefur það að markmiði að fækka þeim sem greinast með krabbamein. Starfsemi félagsins byggir alfarið á styrkjum einstaklinga og fyrirtækja og með kaupum á Mottumarssokkum leggur fólk stórt lóð á vogarskálarnar.
Sérhannaðir sokkar hafa síðastliðin tvö ár vakið mikla lukku. Í ár bjóðum við nýja og glæsilega Mottumarssokka til styrktar átakinu á 2000 kr. Hönnuður þeirra er Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður Herrafataverzlunar Kormáks og Skjaldar.