Uppskriftirnar eru hollar og trefjaríkar með lágum sykurstuðli. Pakkinn getur innihaldið fisk-, grænmetis-, kjúklinga- og kjötrétti. Engar unnar kjötvörur eru í pakkanum, kolvetnin eru flókin og hægmeltanleg. Stuðst er við ráðleggingar frá landlækni þegar kemur að hitaeiningafjölda í hverjum skammti sem fer ekki yfir 700 hitaeiningar.