Þakkargjörðarhátíð er haldin ár hvert í Bandaríkjunum og ber upp á fimmtudaginn 28. í ár.
Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur haustið 1621 af svonefndum pílagrímum. Eftir harðan vetur var sumaruppskerunni fagnað með þriggja daga hátíð þar sem einmitt var boðið upp á kalkúna. Árið 1789 lýsti George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna, því yfir að allir skyldu þakka almættinu velgjörðir á liðnu ári hverrar trúar sem þeir væru.
Siðurinn hefur almennt ekki fest sig í sessi á Íslandi en maturinn er þvílíkt lostæti að okkur þykir tilvalið að gera sér dagamun og minnast þess sem við erum þakklát fyrir