Hvernig eldum við rétt?

Okkar markmið er að stuðla að heilbrigðara líferni og að nýta matvælin betur. Þannig stuðlum við að bjartari framtíð.

Taka þátt!
img Við plönum

Við plönum

Í hverri viku veljum við þrjár af þeim hollu og bragðgóðu uppskriftum sem matreiðslusérfræðingar okkar hafa þróað og fundið til. Við leggjum upp úr hollustu og fjölbreyttni við val á uppskriftum. Hver matarpakki inniheldur þrjár kvöldmáltíðir fyrir annað hvort tvo eða fjóra.

img Við útvegum hráefni

Við útvegum hráefni

Við veljum fyrsta flokks hráefni í uppskriftirnar okkar hverju sinni. Það sem þú gætir þurft að eiga er hveiti, sykur, mjólk, smjör, olía, salt og pipar. Skoðaðu matseðil vikunnar til þess að sjá hvað þú þarft að eiga fyrir hverja uppskrift.

img Við mælum

Við mælum

Við sjáum til þess að sem minnst fari til spillis með því að afhenda þér hráefnin í réttu magni.

img Við afhendum

Við afhendum

Þú getur valið hvort þú komir og sækir matarpakkann þinn til okkar að Nýbýlavegi 16 eða fáir hann sendan heim að dyrum. Heimsendingarkostnaðurinn er breytilegur eftir því hvar þú býrð á landinu. Afhendingardagur matarpakkanna fer eftir því hvaða afhendingarmáta þú valdir en hún getur verið á mánudögum, þriðjudögum eða miðvikudögum.

img þú eldar

Þú eldar

Leiðbeiningar um matreiðslu ásamt hráefnum finnur þú í pakkanum þínum - og þá er bara að elda og njóta! Bon appétit!


Til að tryggja hámarks gæði og ferskleika

fáum við hráefnin beint frá birgjunum okkar. Eftirtaldir eru nokkrir af samstarfsaðilum okkar: