Skip to main content

GESTAKOKKUR

11. NÓV - 8. DES


Hrefna Sætran
Gestakokkur

Veldu rétt með Hrefnu Sætran

Frá 11. nóvember - 8. desember er hægt að panta rétti í Veldu rétt frá Hrefnu Sætran


Pöntunarfrestur til miðnættis á miðvikudögum - afhending á mánudögum.


Stærðir eru fyrir 2, 3 og 4


Heimsent um allt land, sjá nánar hér.


Eldum rétt með Hrefnu sætran

Í þessari viku bjóðum við upp á ljúffengan rétt sérstaklega útbúinn af Hrefnu Sætran fyrir Eldum rétt.

Hrefna Sætran, gestakokkur Eldum rétt

Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður er gestakokkur Eldum rétt að þessu sinni. Hrefnu þarf vart að kynna en hún rekur Skúla craft bar og veitingastaðina Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn.
Hrefna var aðeins 19 ára þegar hún uppgötvaði að hún vildi verða matreiðslumaður. En fyrir utan matargerðarlistina er hún kundalini jógakennari, stundar laxveiði og kraftlyftingar.
Áhugi Hrefnu á japanskri menningu og matargerð kemur sterkt fram í réttum veitingastaða hennar. Það er einmitt sá bragðheimur sem hún mun bjóða viðskiptavinum Eldum rétt upp á.
Við val á réttunum segist hún hafa haft það að leiðarljósi að færa viðskiptavinum Eldum rétt bragðheim Fisk- og Grillmarkaðarins á einfaldan hátt. En það er einmitt sú hugmyndafræði sem hún sjálf vill miðla til sinna viðskiptavina. Að útgangspunkturinn sé fyrst og fremst góður og heiðarlegur matur.
Réttirnir sem Hrefna gerði fyrir Eldum rétt eru tveir en hvor um sig mun mæta til leiks í tvær vikur. Þannig verður hægt að velja réttina sitt á hvað í 4 vikur.
Við munum annars vegar bjóða upp á einn vinsælasta rétt Grillmarkaðarins en það er confit andasalat með döðlusultu, mandarínum, granateplafræjum og myntudressingu
Hins vegar munum við svo bjóða upp á miso marineruð kjúklingalæri með steiktum hrísgrjónum og chili spergilkáli.
Verði ykkur að góðu!