Skip to main content
Helga

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þróun rétta Ljósmyndun Stílisering

Helga Sif er einn af matgæðingum Eldum rétt. Hún er myndlistarmaður að mennt og hefur samfara því starfað sem matgæðingur og sjálfstætt starfandi matarstílisti. Áhuginn á matargerð kviknað fyrir alvöru þegar hún var búsett erlendis við nám, en þá spilaði matargerð stóran þátt í lífi hennar. Stuttu eftir að Helga fluttist heim hóf hún störf sem blaðamaður í ritstjórn Gestgjafans. Lífið snérist því fljótt um mat og matarmenningu allt frá því hún opnaði augun og þar til hún lagðist aftur á koddann og þróaðist svo smám saman í að verða hennar helsta atvinna. Helga segir áhuga sinn á matargerð og stíliseringum vera mjög skapandi og nátengd myndlistinni.