Skip to main content

Veldu að elda

Kostir þess að elda heima eru margvíslegir

Birt 18. Apr. '24

Næringarvitund
Að elda eigin máltíðir gerir þér kleift að vera meðvitaðri um næringarinnihald matarins. Þú getur sérsniðið máltíðirnar að þínum mataræðisþörfum og tryggt að þú fáir rétta samsetningu næringarefna. Sumir vilja svo auka próteinið, aðrir halda niðri kolvetnum og börnin þurfa auðvitað að fá vel samsettar og fjölbreyttar máltíðir þar sem jafnvægi ríkir á milli allra fæðuflokkana.

 

Sparnaður

Það er yfirleitt meiri sparnaður fólginn í því að elda matinn frá grunni heldur en að kaupa skyndibita eða tilbúnar máltíðir. Með því að skipuleggja máltíðirnar fyrirfram er líka auðvelt að koma í veg fyrir að þú kaupir óþarfa og aðra matarsóun. 

 

Bragðast betur 

Matur sem eldaður er frá grunni bragðast einfaldlega betur. Sér í lagi vegna þess að hráefnin eru ferskari og þú bragðbætir matinn eftir þínum smekk. Auk þess getur þú gert allskonar tilraunir með mismunandi uppskriftir og tækni til að útbúa einstaka og ljúffenga rétti. Í eldhúsinu eru engar reglur, þú ræður ferðinni.

 


 elda saman

 

Færni til framtíðar

Að elda er dýrmæt lífskúnst sem hægt er að þróa, þjálfa og bæta með tímanum. Það er líka leið til þess að verja tíma með fjölskyldunni eða vinunum - allir á heimilinu geta tekið þátt í matseldinni og í sameiningu getið þið þróað ykkar uppáhalds matrétti og skapað saman hlýjar minningar. 

 

Sköpunargleði

Þú getur prófað þig áfram með allskonar krydd og bragðbætingar, leikið þér að samsetningum og fullkomnað framsetninguna svo úr verði glæsileg máltíð sem þú getur borið fram fyrir gesti með stolti. 

 

 

Verið ykkur að góðu!