Skip to main content

Vegan mataræðið

Hvað er það og hvað má borða?

Birt 19. Oct. '17

 Í mjög stuttu máli snýst vegan-mataræðið um að fólk sleppi því að borða dýr og allar dýraafurðir, hverju nafni sem þær nefnast. Veganistar kjósa líka oftast að sniðganga allar vörur sem innihalda dýraafurðir, eins og snyrtivörur, fatnað og þess háttar. Ólíkt sumum grænmetisætum borða veganistar ekki egg eða mjólkurvörur. 

Vegan-mataræðið hefur verið í mikilli sókn á Íslandi undanfarin ár og sífellt fleiri Íslendingar eru að prófa sig áfram. Vegan-pakkinn hjá Eldum rétt hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og það gleður okkur að heyra hversu ánægt fólk er með fjölbreytnina í uppskriftunum.

Rannsóknir sýna að vegan-mataræðið geti haft góð áhrif á heilsuna og lækkað bæði blóðsykur og blóðþrýsting. Sumir borða vegan-mat í þeim tilgangi að grennast, oftast með góðum árangri. 

Hvað  borða á vegan-mataræðinu? 

 • Tofu, seitan, tempeh og oumph.  

 • Hnetur og hnetusmjör (líka möndlusmjör o.s.frv.) 

 • Baunir. Allar tegundir. 

 • Fræ. Til dæmis hörfræ, hampfræ, chia-fræ og þess háttar. 

 • Þörunga eins og spirulina og chlorella. 

 • Mjólkurvörur úr plöntum. Til dæmis möndlumjólk, sojajógúrt, haframjólk og þess háttar. Mjög gott ef þær eru kalk og/eða vítamínbættar. 

 • Heilkornavörur eins og spelt, kínúa, amaranth og fleira. 

 • Næringarger. 

 • Spíraðan eða gerjaðan mat. Til dæmis súrkál, kombucha, miso og þess háttar. 

 • Ávexti og grænmeti. 

 

Hvaða mat á að forðast á vegan-mataræðinu?  

 • Allt kjöt, fisk og sjávarafurðir eins og skelfisk. 

 • Allar hefðbundnar mjólkurvörur eins og jógúrt, ost, smjör, rjóma og þess háttar. 

 • Býflugnaafurðir eins og hunang. 

 • Egg, sama úr hvaða dýri. 

 • Vörur sem eru búnar til úr dýraafurðum. Til dæmis mysuprótein, gelatín, ákveðin vítamín og fleira. 

 • Sum E-efni, náttúrleg bragðefni og litarefni. 

 

Við mælum með því að fólk lesi vel innihaldslýsingar á vörum því dýraafurðir geta leynst í mörgum þeirra. Til dæmis sósum, brauði, kökum, víni, pasta og tilbúnum pakkamat. Allar vörur í vegan-pakkanum frá Eldum rétt eru að sjálfsögðu 100% vegan og valdar af kostgæfni með fjölbreytni í huga.