Skip to main content

Snæðum saman - ræðum saman

VAKNAÐU!

Birt 20. Sep. '19

Eldum rétt hvetur alla til að taka þátt í átakinu Vaknaðu! þú átt bara eitt líf

Samverustund við matarborðið gefur frábært tækifæri til að styrkja fjölskylduböndin og bæta þekkingu foreldra á daglegu lífi unglinga. Í skýrslu frá The National Center on Addiction and Substance Abuse við Columbia háskóla kemur fram að samvera við matarborðið skiptir miklu máli en niðurstaðan byggir á könnun á aðstæðum hjá yfir þúsund unglinga.
Rannsóknin sýndi að 92% þeirra unglinga sem borða fimm til sjö sinnum með fjölskyldunni á viku telja að foreldrar sínir viti mikið um þeirra daglega líf. Þegar einungis var borðað með fjölskyldunni tvisvar sinnum í viku eða sjaldnar fór hlutfallið í 49%.
Niðurstöður rannsókna sýna einnig að samvera almennt, þar sem börn og unglingar verja tíma með foreldrum sínum, og að samræður, þar sem foreldrar og börn ræða sjónarmið sín og hugmyndir, hafi áhrif til þess að börn og unglingar séu síður líkleg til að sýna af sér ýmiss konar áhættuhegðun.

 

Hægt er að styrkja átakið með því að hringja í númerin:

907-1502 til að styrkja málefnið um 2.000 kr.

907-1504 til að styrkja málefnið um 4.000 kr.

907-1506 til að styrkja málefnið um 6.000 kr.

907-1508 til að styrkja málefnið um 8.000 kr.

907-1510 til að styrkja málefnið um 10.000 kr.

 

Nánari upplýsingar:

Á allra vörum

Eitt líf

vaknaðu_numer