Skip to main content
Birt 24. mar. '20

Almennt

 

Þar sem við vinnum með matvæli hafa ætíð gilt strangar reglur um hreinlæti á vinnustaðnum. Starfsemin okkar er annars vegar á Smiðjuvegi 4b þar sem framleiðsla matarpakkanna fer að mestu leyti fram og hins vegar á Nýbýlavegi þar sem afhending matarpakkanna er sem ekki fara í heimsendingu.

Ekki undir neinum kringumstæðum mætir starfsmaður með einkenni flensu.

 

Framleiðsla

 

Starfsfólk klæðist viðeigandi hlífðarfatnaði og fylgja ströngum reglum um handþvott og sótthreinsun. Framleiðslusalur er aðskilinn öðrum svæðum og fer þar enginn um nema starfsfólk. Starfsmönnum hefur verið skipt í teymi sem vinna á vöktum og mætast ekki undir neinum kringumstæðum.

Aðstaða fyrir teymin er aðskilin þ.m.t. fatahengi, salernisaðstaða og kaffistofa.

Starfsmenn halda 2 m. fjarlægð sín á milli.

Enginn annar en starfsmenn framleiðslunnar fara í framleiðslusal.

Starfsfólk í framleiðslu mæta ekki sendlum, starfsfólki birgja, öðru starfsfólki eða viðskiptavinum.

Á milli vakta eru allir yfirborðsfletir sótthreinsaðir svo sem hurðahúnar, skápahurðir, vaskar, tölvur, verkfæri, ljósrofar o.fl.

Vöruafhending fer fram í vörumóttöku og aðeins einn starfsmaður sér um að taka á móti vörunum.

Sendlar sem koma með vörur skilja þær eftir á brettum án þess að fara inn í vörumóttöku.

 

Hlífðarfatnaður starfsmanna í framleiðslusal
Hlífðarfatnaður í framleiðslusal
 

Starfsfólk í framleiðslu klæðist eftirfarandi hlífðarfatnaði:

  • Hárnet
  • Andlitsgríma
  • Sloppur
  • Hlífðarbuxur
  • Hanskar
  • Ermahlífar
  • Skór

 

Afhending á Nýbýlavegi

 

Til að tryggja 2 m. bil á milli viðskiptavina fer afhending fram í hollum.

Inn- og útgangi er komið fyrir með því móti að viðskiptavinir þurfi ekki að taka í hurðahúna.

Allir snertifletir eru sótthreinsaðir eins oft og hægt er.

Starfsfólk í afhendingu stundar reglulegan handþvott og/eða notar hanska sem skal skipta um á a.m.k. 30 mín fresti eða eftir þörfum.

Sjálfvirkir sprittstandar eru við inngang fyrir viðskiptavini.

Við tökum ekki við umbúðum, kössum eða kælimottum frá viðskiptavinum aftur.

Ráðstafanir á Nýbýlavegi

Skrifstofa

 

Starfsmönnum hefur verið skipt upp og vinna flestir heiman frá eða í tveggja manna teymum sem mætast ekki.

Engin móttaka viðskiptavina.

 

Heimsendingar

 

Til að varna smiti Covid-19 fylgja sendlar eftirfarandi verklagsreglum:

Sótthreinsa skal alla snertifleti bílsins fyrir afhendingu.

Tíður handþvottur með sápu og vatni. Sótthreinsun með handspritti eftir þörfum og/eða notkun á hönskum.

Við tökum ekki við umbúðum, kössum eða kælimottum frá viðskiptavinum aftur.

 

Síðan verður uppfærð

Síðast uppfært 30.okt. 2020