Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins
Við höfum eflaust öll heyrt þetta orðatiltæki, hvort sem það sé rétt eða ekki þá er án efa besta leiðin til að næra líkamann inn í daginn að fá sér próteinríkan morgunverð. Hvort sem þú ert morgunhani eða B-týpan þá gefur próteinríkur morgunverður tóninn fyrir gefandi og orkumikinn dag.
Jafnvægi á blóðsykri
Jafnvægi á blóðsykri er mikilvægt fyrir almenna heilsu og vellíðan. Próteinríkur morgunverður gefur okkur jafna orku yfir daginn vegna áhrifa próteina á blóðsykurinn. Slíkur morgunverður stuðlar einnig að jafnvægi lystarhormóna sem leiðir til aukinnar seddutilfinningu og minni löngunar (e.cravings) í mat.
Líkaminn þarf að nota meiri orku við meltingu og upptöku próteina heldur en fitu og kolvetna. Sýnt hefur verið fram á að mikil próteinneysla eykur efnaskipti og brennslu um allt að 100 hitaeiningar á dag. Ef þörf er á þyngdarstjórnun þá er aukin prótein neysla frábær leið til að léttast en sú leið er líka líklegri til langtímaárangurs og auknar líkur á þyngdarminnkunin verði varanleg.
Fullt hús matar
Egg eru frábær uppistaða í próteinríkan morgunverð, hrærð, steikt, soðin – meinholl og ljúffeng, þá er hægt að útbúa eggjaköku t.d. með grænmeti. Annar próteinríkur morgunverður getur verið grísk jógúrt með ferskum berjum og möndlusmjöri. Finndu það sem hentar þér - best er að koma inn í rútínu fjölbreyttum og próteinríkum morgunverði.
Hvort sem markmið þitt sé að léttast, viðhalda vöðvamassa eða fá jafnari orku inn í daginn þá er þetta eitthvað sem þú ættir að íhuga!