Skip to main content

Matarpakkar að hætti Eldum rétt eru töluvert umhverfisvænni en búðarferð samkvæmt nýlegri rannsókn

Í matarpökkum er oft um meira magn umbúða að ræða, hins vegar vega þættir eins og minnkuð matarsóun og færri búðarferðir meira þegar kemur að umhverfisáhrifum.

Birt 14. Oct. '20

Neytendur elska þægindin sem fylgja matarpökkum Eldum rétt. Í matarpökkum er oft um meira magn umbúða að ræða, hins vegar vega þættir eins og minnkuð matarsóun og færri búðarferðir meira þegar kemur að umhverfisáhrifum. Nýleg rannsókn á vegum the School of Environment and Sustainability hjá University of Michigan komst að þeirri niðurstöðu að það að nota þjónustu á borð við Eldum rétt skildi eftir sig 33% minna kolefnisfótspor en ferð í búðina. 
 
Rannsóknin bar saman umhverfisáhrif beggja valkosta með því að nota matarpakka frá fyrirtækinu Blue Apron. Þar fær neytandinn uppskriftir og hráefni í réttu magni til að elda - sent heim að dyrum. Til samanburðar var notast við algenga matvöruverslunarkeðju þar sem neytandinn kaupir heilan poka af gulrótum, heilan bakka af kjúklingabringum og krukku af kryddmauki til að búa til uppskrift sem oftast þarfnast aðeins hluta af þessum innihaldsefnum. 
 
Þau skoðuðu fimm mismunandi máltíðir sem innihéldu þrjá mismunandi próteingjafa: laxa -, nautakjöts- , kjúklinga- , salat- og pastarétt. Ekki kom á óvart að nautakjötið hafði mest umhverfisáhrif en að meðaltali leiddi búðarferðin til 33% meiri losun gróðurhúsalofttegunda en afhentir matarpakkar að hætti Eldum rétt – þrátt fyrir aukið umfang umbúða.  

 

Rannsóknin sýndi að losun gróðurhúsaloftegunda voru að meðaltali 6,1 kg CO2 á máltíð í matarpakka en 8,1 kg á hverja búðarkeypta máltíð til samanburðar. 

 
Eins og höfundar rannsóknarinnar komust að orði; það er í raun maturinn og matarsóunin sem ræður umhverfisáhrifunum. Rannsókn sem þessi hvetur okkur til að horfa lengra og taka alla þætti með í reikninginn þegar við hugsum um umhverfisáhrif matvöru.  
 

Umrædda rannsókn fá finna hér: https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0921344919301703