Skip to main content

Kassarnir okkar eru FSC vottaðir

Þekkirðu FSC vottunina?

Birt 26. Jun. '18

Eldum rétt er annt um náttúruna og við reynum eftir mesta megni að passa að allt framleiðsluferli okkar hafi sem minnst  kolefnisfótspor.

Í flestum tilvikum fær fólk matinn sinn í kössum sem hlotið hafa FSC vottun og eru „Responsible Forestry Certified“ eða með vottun um ábyrga skógrækt.

En hvað er FSC?

FSC stendur fyrir The Forest Stewardship Council og vottunin merkir að viðurinn eða pappírinn sem er notaður kemur frá fyrirtækjum sem stunda sjálfbæra skógrækt. Fyrirtækið sem sér um niðurrifið á skóginum þarf að uppfylla ströng skilyrði til að fá vottunina, en sjálfstæð stofnun, líkt og SCS Global Services, sér um að skoða verkferla fyrirtækisins varðandi sjálfbærni og félagslegan ávinning sem og hversu fjárhagslega hagkvæmt fyrirtækið er.

FSC passar að hvergi sé höggvið of mikið af trjám og að hugsað sé um allar dýrategundir, sérstaklega þær sem eiga undir högg að sækja. Eins passa samtökin að vatn og ár mengist ekki, að umhverfisspjöllum (svo sem af vegum og öðru sem þarf að búa til fyrir flutningabíla) sé haldið í lágmarki og að ekki sé troðið á réttindum nágrannasamfélaga.

Það sem er sennilega mikilvægast fyrir almenning er að fyrirtæki með FSC aukenningarvottunina nota aðeins efni sem rekja má framleiðslu á frá byrjun og þangað til varan er afhent.

Ábyrg skógrækt

Flestir eru sammála um að eitthvað þurfi að gera í umhverfismálum og þá helst varðandi hlýnun jarðar. Í mjög grófum dráttum má lýsa því sem er að gerast í regnskógum jarðarinn þar sem tré eru felld án allrar ábyrgðar þannig að með hverju felldu tré sé meiri koltvísýring hleypt út í andrúmsloftið, en það leiðir til frekari hlýnunar.

Ábyrg skógrækt reynir að hægja á þessu ferli og jafnvel koma í veg fyrir hlýnun með því að gróðursetja tré í staðinn fyrir þau sem eru felld. Um 70% allra dýra og plantna lifa í skógum og 30% jarðarinnar er þakið skógi. Þótt 25 þúsund fyrirtæki séu með FSC auðkenningarvottun eru aðeins 4% skóganna með vottun, en prósentutalan mun vonandi hækka með tíð og tíma.