Ólíkt mörgum öðrum ávöxtum líkt og lárperur eða epli, þá er ekki ýkja langt síðan fólk fór að framleiða og borða kíví.
Ávöxturinn á ættir sínar að rekja til Kína þar sem hann er þjóðarávöxtur. Svo öldum skiptir var hann aðeins notaður í lækningarskyni og var það ekki fyrr en á 20. Öldinni sem fólk fór að borða kíví að einhverju viti.
Kína framleiðir um 56% allra Hayward-kívía heimsins, en það er sú kívítegund sem flestir þekkja. Þess fyrir utan eru um 60 kívítegundir til.
Ávöxturinn er ýmist kallaður kívíávöxtur, kíví eða loðber á íslensku. Á ensku er hann jafnan kallaður kiwi, kiwifruit eða Chinese gooseberry (kínversk stikilsber). Kíví nafnið er tilkomið vegna auglýsingaherferðar Nýja Sjálands þegar bændur þar fóru að rækta ávöxtinn snemma á 20. Öldinni og fór að selja hann til Bandaríkjanna og Bretlands. Upphaflega var ávöxturinn þó kallaður kínversk stikilsber í Evrópu vegna hversu bragðið svipaði til berjanna. Eins má geta þess að ávöxturinn er yfirleitt alltaf kallaður kiwifruit í Nýja Sjálandi. Nýsjálendingar nota orðið Kiwi yfir kívífuglinn eða mennska íbúa landsins.
Næringargildi
Í 100 grömmum af ávextinum má finn talsvert meira magn C-vítamíns en í til dæmis appelsínum eða um 112% af ráðlögðum dagsskammti. Óþarft er þó að hafa áhyggjur af því, líkaminn losar sig við allt umframmagn af C-vítamíni. Eins er um 40% af ráðlögðum dagsskammti af K-vítamíni í kívíum.
Í 100 grömmum eru um 63 kalóríur, en ávöxturinn er 83% vatn og 15% kolvetni, en nær engin fita eða prótein eru í ávextinum.
Notkunarmöguleikar
Hægt er að borða ávöxtinn hráan en það má einnig borðað hýðið þó flestir sleppa því því hýðið er loðið. Kíví er oft notað í djúsa eða „boost“ og í Pavlovur. En það sem færri vita er að ensímið actinidain er í ávextinum en það gerir hann einstaklega góðan til að mýkja kjöt og það er gott fyrir meltinguna. Þetta ensím er líka ofnæmisvaldur kívísins.