Skip to main content

Hvað er eiginlega Oumph?

Oumph er vinsælt hráefni í staðinn fyrir kjöt

Birt 14. mar. '18

Oumph! í stuttu máli er kjöt sem búið er til úr plöntuafurðum og er fullkomið fyrir veganista og alla þá sem vilja minnka kjötát.

Oumph! er prótein- og trefjaríkt og hefur framleiðsla þess hlutfallslega lágt kolvetnisfótspor. Hugmynd framleiðendanna var að nýta hráefni úr nálægu umhverfi til að minnka fótsporið sem og ýta undir sjálfbæra matarframleiðslu. 

Framleiðendurnir og eigendur sáu að mannfólkið þurfi að minnka kjötát þar sem kjötframleiðsla er ein af helstu mengunarvöldum heimsins í dag. En þeir gera sér auðvitað grein fyrir því líka að það er ekki hægt að losa heiminn alfarið við kjöt og búfé, allavega ekki strax. Það hins vegar þarf að finna leið þar sem dýrum, mönnum og umhverfinu eru sýnd sú virðir sem þau eiga skilið. Ein besta leiðin til þess að er að fá fólk til þess að borða meira grænmeti og það er ekkert mál ef afurðin bragðast vel. 

Framleiðendurnir segja að nú er ekki seinna vænna en að fólk grípi í taumana og fari að huga að framtíðinni og fari að borða vistvænan mat. Oumph! er fyrsta skrefið í átt að heimi þar sem fólk getur borðað bragðgóðan og næringarríkan mat án þess að fá samviskubit.

Megin innihald Oumph! er soja en það er fullt af próteini, trefjum, fólínsýru og öðrum vítamínum og steinefnum. Ólíkt tómum kolvetnum líkt og brauði, þá verður þú saddur eða södd af sojakjöti lengi. Sojabaunirnar sem notaðar eru við framleiðsluna koma ekki frá Suður-Ameríku því framleiðendurnir vilja koma í veg fyrir frekari skógareyðingu þar. Birgjar Oumph! eru vandlega valdir og er stærstur hluti baunanna keyptar frá Norður-Ameríku en líkur eru á að baunirnar verða keyptar frá fleiri stöðum í framtíðinni ef eitthvað kemur upp á varðandi sendingar frá Ameríku. Sojapróteinið sem notað er í framleiðslunni er ekki erfðabreytt en því miður er ekki hægt að ábyrgjast að það sé 100% óerfðabreytt þar sem snefilefni af erfðabreyttu próteini geta laumast með óerfðabreytta próteininu í framleiðslunni. En það þýðir þó að það sé aldrei meira en 0.9% af erfðabreyttu sojapróteini í hverjum skammti.

 

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Oumph!