Skip to main content

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2018

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt!

Birt 27. Sep. '18

Eldum rétt er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2018 að mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar en aðeins 3% fyrirtækja á Íslandi hljóta þessa nafnbót á ári hverju. Til þess að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa fyrirtæki að hafa skilað ársreikningi og uppfylla ýmis skilyrði. Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna á rekstrarárinu 2017, eignir yfir 80 milljónum og afkoman þarf að hafa verið jákvæð. Þá þarf eiginfjárhlutfallið að hafa verið yfir 20%. Auk þessa er tekið tillit til rekstrarársins 2016 og annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

Viðurkenningin endurspeglar þann góða árangur sem náðst hefur þökk sé okkar frábæra starfsfólki. Við erum í skýjunum með tilitinn og stefnum að því að gera enn betur í framtíðinni.  

Í tilefni dagsins verður skálað í heitu súkkulaði og starfsmenn munu gæða sér á súkkulaðiköku, enda fátt betra þegar haustið ber að garði.