Skip to main content

Framúrskarandi fyrirtæki 2019

Creditinfo

Eldum rétt er í hópi þeirra 2% fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum 2019. Við erum afskaplega stolt af því að tilheyra hópi þessara flottu fyrirtækja sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum. 

Framúrskarandi fyrirtæki 2019 þurfa m.a. vera með jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) árin 2016-2018 og eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% rekstarárin 2016-2018.

Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka starfsfólkinu okkar og viðskiptavinum.