Skip to main content

Ferskvatnsbleikja úr umhverfisvænu landeldi sem uppfyllir hæstu alþjóðlegu gæðastaðla

Bleikjan er alin við bestu mögulegu aðstæður sem hámarka lífsskilyrði og gæði vörunnar

Birt 13. Oct. '22

Við erum stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkur upp á íslenskar afurðir sem uppfylla hæstu gæðastaðla. Ein af þeim vörum sem við bjóðum upp á er ferskvatnsbleikja sem kemur frá Fiskeldinu Haukamýri. 

Bleikjan er alin í kristaltæru ferskvatni úr lindum Haukamýragils og Sprænugils. Bleikjan er alin við bestu mögulegu aðstæður sem hámarka lífsskilyrði og gæði vörunnar. Fiskeldið Haukamýri hefur verið starfrækt í yfir 20 ár og er því ein elsta fiskeldisstöð landsins. Framleiðslan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár með gæði og stöðugleika að leiðarljósi. 

Bleikja úr landeldi sem uppfyllir hæstu gæðastaðla

Haukamýri er landeldi og stýrir því umhverfisþáttum eins og hitastigi, súrefnismagni, sýrustigi og þéttleika með nákvæmni. Eldisstöðin sérhæfir sig í bleikjueldi frá klaki til fullunnar vöru sem notar ferskvatn ofan af fjöllum ásamt jarðvarma til að ná kjörhitastigi fyrir bleikjuna. 

Fiskeldið Haukamýri er sjúkdómalaus, umhverfisvæn stöð og ekki eru notuð nein lyf eða bóluefni. Í stöðinni er einungis notað hágæða fóður unnið úr hráefnum frá óerfðabreyttri framleiðslu. 

 

Haukamýri2