Skip to main content

Eldum rétt

Með Sölku Sól

Birt fim, 12/09/2019 - 17:15

Salka Sól er fyrsti gestakokkurinn sem setur saman matseðil í einn af matarpökkunum okkar. Á hennar matseðli eru þrír ljúffengir fisk- og grænmetisréttir sem henta þeim sem fylgja Pescatarian mataræði eða einfaldlega þeim sem vilja minnka kjötneyslu.

 

Það skiptir mig mjög miklu máli að borða heima

Salka fór yfir það helsta sem tengist eldamennskunni á hennar heimili í meðfylgjandi myndbandi.

Pescatarian pakkinn er nýr matarpakki sem inniheldur fisk- og grænmetisrétti. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk bæti sjávarfangi við grænmetisfæði sitt. Sumir vilja njóta margreyndra heilsusamlegra áhrifa fiskneyslu, á meðan aðrir vilja einfaldlega auka fjölbreytnina í grænmetisfæði sínu. Oft spila líka þættir er varða dýravernd og gróðurhúsaáhrif stóra rullu í ákvörðunartökunni.

Mér finnst mjög góð stund að borða heima, með manninum mínum. Það er algjör hugleiðsla að elda og setjast svo niður og borða saman
Salka Sól 3

Pescatarian

Pescatarian matarpakki

En hvað er Pescatarian? Orðið „pescatarian“ er talið hafa orðið til í kringum 1990 og er samansett af ítalska orðinu „pesce“ sem þýðir fiskur og enska orðinu „vegeterian“ sem þýðir grænmetisæta. Sá sem er „pescatarian“ fylgir aðallega grænmetisfæði en borðar líka fisk og annað sjávarfang. Til einföldunar þá borða þeir sem eru á pescatarian fæði ekki kjöt en borða fisk.
Það eru margar ástæður fyrir því að fólk bæti sjávarfangi við grænmetisfæði sitt. Sumir vilja njóta margreyndra heilsusamlegra áhrifa fiskneyslu, á meðan aðrir vilja einfaldlega auka fjölbreytnina í grænmetisfæði sínu. Oft spila líka þættir er varða dýravernd og gróðurhúsaáhrif stóra rullu í ákvörðunartökunni.