Skip to main content

Eldum rétt með Ilmi Kristjáns

.

Við kynnum til leiks þriðja fyrirmyndarkokkinn okkar, Ilmi Kristjánsdóttur. Ilmi þekkja flestir úr leikhúsum borgarinnar en einnig hefur hún komið landsmönnum fyrir sjónir á hvíta tjaldinu í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þess má til gamans geta að Ilmur er einn af fystu viðskiptavinum Eldum rétt.

Ilmur sér um eldamennskuna á sínu heimili og segir Ilmur að hún hafi stundum gaman að því að elda en stundum ekki!  Þá er gott að hafa Eldum rétt til að einfalda málin og létta undir.

Komandi frá stórri fjölskyldu nefnir Ilmur mikilvægi kvöldmáltíða og þess að allur matur sé nýttur. Að minnka matarsóun skiptir hana máli og því líður henni vel vitandi að ekkert fer til spillis þegar þjónusta Eldum rétt er notuð.

Mig hefur alltaf dreymt um að vera í matreiðsluþætti – nú er draumurinn minn að rætast