Skip to main content

Eldum rétt er 5 ára!

Glaðningur í öllum matarpökkum og glæsilegir vinningar í boði

Fyrir 5 árum síðan hóf Eldum rétt starfsemi sína. Þessi ár hafa verið skrautleg, skemmtileg og fljót að líða!

Við höfum fengið þann heiður að vera aðstoðakokkur á mörg þúsund íslenskum heimilum undanfarin ár og einfaldað líf fjölda manns. Við erum hreykin og stolt af starfsemi okkar og þakklát fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið í gegnum árin.

Við viljum gleðja ykkur, kæru kokkarnir okkar, í tilefni afmælisins munu allir sem kaupa matarpakka á tímabilinu 2. – 16. maí (vikur 20 og 21) fá gómsætan glaðning frá Hafliða Ragnarssyni konfektgerðarmeistara.

Á matseðlum þessar vikur verða vinsælustu réttir Eldum rétt frá upphafi og fá hæstu einkunn frá ykkur.

Þeir sem versla matarpakka á þessu tímabili muna eiga kost á að vinna þrjá stórglæsilega vinninga.
Í þremur matarpökkum munu leynast vinningar í formi gull-, silfur- og bronshúðaðra súkkulaðiplatna:
- Gullplatan: Flug og gisting fyrir heppna fjölskyldu á draumaeyjunni Krít í 12 daga.
- Silfurplatan: Gisting í Deluxe herbergi fyrir tvo með fjögurra rétta sælkera kvöldverði á Hótel Húsafelli.
- Bronsplatan: Gjafabréf í Snúruna að andvirði 70 þúsund

Við þökkum ykkur fyrir samfylgdina síðastliðin 5 ár og hlökkum til að halda vegferðinni áfram næstu ár.