Skip to main content

Breytingar á vörum og þjónustu

Nýtt viðmót og breytt vöruúrval í hefðbundnu matarpökkunum

Birt 16. Oct. '20

Í byrjun árs 2014 hófum við sölu á fyrstu vörunni okkar, Sígilda matarpakkanum. Síðan þá hefur úrvalið aukist jafnt og þétt og höfum við, þegar mest var, verið með 8 mismunandi matarpakka í sölu með það markmið í fyrirrúmi að höfða til sem flestra. Það væri engin smá áskorun að uppfylla þarfir allra landsmanna og hefðum við líklegast þurft að bæta við u.þ.b. 232 pökkum í viðbót til að komast á þann stað! 

Síðustu mánuði höfum við verið að þróa viðmótið Veldu rétt þar sem viðskiptavinum gefst loksins tækifæri á að sérsníða sinn matarpakka. Hægt er að velja allt frá 2 upp í 5 rétti í matarpakkann fyrir 2, 3 eða 4 fullorðna. 
Við hófum prófanir á Veldu rétt í sumar og hefur það tekið ýmsum breytingum í því ferli en viðtökurnar hafa farið vonum framar og því var ákveðið að opna viðmótið öllum okkar viðskiptavinum í lok sumars. 

Með því að bjóða viðskiptavinum okkar þessa viðbót munum við fækka í úrvali hefðbundinna matarpakka. Frá og með 29. október 2020 bjóðum við ekki lengur upp á Heilsupakkann heldur verður hægt að velja samsvarandi rétti í Veldu rétt. Á komandi mánuðum munum við halda áfram að fækka úrvalinu af hefðbundnu matarpökkunum en þess í stað auka úrval og fjölbreytni í Veldu rétt.

Veldu rétt viðmótið er til þess fallið að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina okkar og eitt af okkar helstu markmiðum er að einfalda líf þeirra.

Vegna þess að Veldu rétt eru sérsniðnir matarpakkar hvers og eins eru þeir eingöngu í boði í heimsendingu. Afgreiðslan okkar á Nýbýlavegi býður ekki upp á að við getum afhent slíkan fjölda nafnmerktra matarpakka í hverri viku. Við trúum því að með því að fá matarpakkann sendan heim að dyrum muni það einnig bæta upplifun viðskiptavina til muna. 

Við erum afskaplega ánægð með þessa frábæru nýjung og við hlökkum til að halda áfram að Elda rétt með þér!