Kannski er það mjólkurferna sem var aldrei kláruð eða einmannalegt grænmeti sem lenti á bak við stærri hluti og bíður þess að mæta örlögunum sínum. Því miður er þessi staða algeng á mörgum heimilum, en þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru á heimsvísu er sóað. Sú staðreynd verður einstaklega sorgleg í ljósi þess að yfir 800 milljónir manna lifa við hungur árlega. Matvælaframleiðsla hefur einnig verulegt kolefnisspor, sérstaklega þegar flutningur á hráefnum er tekinn með í reikninginn.
Áhrif matarsóunar eru því óneitanlega mikil á bæði mannfólkið og jörðina. Það gefur því auga leið að með því að draga úr matarsóun getum við unnið markvisst að verndun umhverfisins, nýtt auðlindirnar okkar betur og sparað fé. Með breyttri hegðun í eldhúsinu getum við haft jákvæð áhrif á heiminn allann.
Matarsóun stafar oft af blöndu af skipulagsleysi eða algengum misskilning um endingartíma matvæla. Hér koma nokkur einföld ráð sem gætu hjálpað við að skipta um gír og draga úr matarsóun á þínu heimili:
Skipulagning
Gerðu innkaupalista, farðu vel yfir ísskápinn áður en haldið er út að versla og settu upp mataráætlun fyrir vikuna. Annar sniðugur kostur er að panta matarpakka og hafa þannig hluta af máltíðum vikunnar reiðbúnar í eldunar þar sem öll hráefnin nýtast og ekkert fer til spillis.
Í versluninni
Magnafslættir og stórar pakkningar gætu hljómað eins og góð hugmynd en rannsóknir hafa sýnt að það ýtir frekar undir að fólk kaupir meira en það þarf og endar svo á því að klára ekki allt. Allt að 25% af allri matarsóun er talin tengjast of stórum pakkingum.
Hvað geymist og hversu lengi?
Þegar vörur eru merktar sem ,,best fyrir” þýðir að þær eru enn góðar eftir þá dagsetningu - hér gildir einfaldlega að nota skynfærin: Hvernig lyktar varan eða smakkast? Lítur hún út eins og venjulega? Já, þá ertu í góðum málum.
Hins vegar þarf að fylgjast vel með vörum merkum með ,,síðasta notkunardegi”. Þær vörur eru mun viðkvæmari fyrir tíma og gætu verið skaðlegar heilsu ef þær eru neyttar eftir dagsetningin er liðin.
Í eldhúsinu
Passaðu upp á skammtastærðir og áætlaðu rétt magn eftir fjölda. Afganga má taka með í nesti eða frysta. Að tileinka sér að elda úr þeim mat sem til er er frábær eiginleiki, og eitthvað sem hægt er að leika sér með. Réttir eins og lasagna, súpur, ofnréttir og annað má oft galdra fram með því sem til er í ísskápnum hverju sinni. Afgangur af morgunkorni með mjólk (foreldra barna þekkja þetta vel) má auðvelda nota til að baka t.d. muffins úr og skella svo afgangs ávöxtum með í. Fullkomið millimál fyrir litla munna.
Gefðu það sem þú getur ekki notað
Ef þú átt matvæli sem þú sérð ekki fram á að nota getur þú gefið þau áfram. Til eru svokallaðir ,,frískápar”, sem eru nokkurs konar almennings ísskápar þar sem fólk getur skilið eftir mat - sem er auðvitað enn í góðu standi. Þeir eru aðgengilegir öllum. Lestu meira um frískápa og staðsetningu þeirra hér.
Upplýsingar fengnar frá https://samangegnsoun.is/matarsoun/