Skip to main content

Ávaxtapakki Eldum rétt

Það ferskasta í hverri árstíð

Birt 19. Oct. '17

Flestir eru sammála um að ávextir séu hollir og næringarríkir, og eigi að vera hluti af mataræði nútímafólks. Þeir eru fullir af vítamínum, steinefnum og næringarefnum.   Ávaxtapakkinn okkar er frábær viðbót við aðra pakka, og auðvitað góður einn og sér. Hann inniheldur sjö skammta af gómsætum ávöxtum á mann eða einn ávöxt á dag út vikuna. Hugsunin er sú að fólk fái ferska og spennandi ávexti til að eiga út vikuna. Við leggjum gríðarlega mikið upp úr því að velja árstíðabundna ávexti. Þótt það sé hægt að kaupa flesta, ef ekki alla, ávexti úti í búð allan ársins hring, er ekki þar með sagt að þeir séu fullkomlega ferskir eða tíndir á góðum tíma. Til dæmis eru mangó og jarðarber best á vorin, en kíví og mandarínur á veturna.

Ekki bara epli og appelsínur 

Við reynum að gera lífið örlítið meira spennandi með því að velja fjölbreytta ávexti og ber í pakkann þinn. Auðvitað erum við oft með klassíska ávexti eins og epli, appelsínu, banana og þess háttar. En inn á milli setjum við til dæmis ber, mangó, melónur og fleira spennandi.

Við handveljum bestu ávextina í pakkann

Þú getur treyst okkur til að velja bestu ávextina fyrir þig. Auðvitað vill fólk skoða ávexti og velja þá sem líta best út. Það skiljum við vel og leggjum okkur því fram við að standast gæðakröfur viðskiptavina okkar. Hvort sem þú ætlar að borða þá eina og sér, búa til ávaxtasalat eða þeyting, ábyrgjumst við að berin verði sæt og appelsínurnar safaríkar.

Engin fyrirhöfn – við sendum eða þú sækir

Viðskiptavinir okkar eiga það flestir sameiginlegt að vilja borða hollan og ferskan mat með lítilli fyrirhöfn. Ávaxtapakkann passar mjög vel inn í þá hugsjón og því engin furða að hann sé vinsæl viðbót við alla pakkana okkar, hvort sem fólk velur paleo-, vegan- eða sígilda pakkann.

Ávaxtaðu heilsuna með ávaxtapakka Eldum rétt.