Skip to main content
Brakandi Kjúklingabringur

Brakandi kjúklingabringur

með sætkartöflufrönskum og kryddjurtasósu

Rating

Að segja að matur sé brakandi höfðar til einhvers djúpstæðs í matarsálinni og maður býst við hinu al-besta. Í þessu tilfelli er það líka nákvæmlega þannig. Raspurinn sem hér um ræðir er ekki gerður úr muldum brauðafgöngum, heldur samblöndu af Corn Flakes og Ritz-kexi, sem gerir hann mátulega saltan, sætan og „krispý.“ Að steikja kjúklingakjöt í þessum hjúpi er einstaklega gott og verður til þess að kjötið helst safaríkt þrátt fyrir steikingu og missir ekki bragð. Sætar kartöflur matreiddar eins og hefðbundnar „franskar“ eru löngu orðnar alþjóðlegur sælkeraréttur. Hér fylgir líka sósa sem gefur þessu öllu upphafinn, ferskan blæ. Góða skemmtun og góða máltíð.

Recipe info

Prep time

5 min

Total time

40 min

Nutritional values

Energy

115 kkal / 482 kJ

Fat

4,2 g

of which saturates

0,8 g

Carb

9,4 g

of which sugars

2,5 g

Fiber

1,3 g

Protein

9,2 g

Salt

< 0.5 g

Þessi hráefni fylgja með

Kjúklingabringur
Kjúklingabringur
Sætar kartöflur
Sætar kartöflur
salatblanda
Salatblanda
Jógúrtblanda
Jógúrtblanda
kornflakes raspur
Kryddraspur
Karrí jógúrtsósa
Kryddjurtasósu- grunnur
Agúrka
Agúrka
Timían
Timían
Graslaukur
Graslaukur

Þú þarft að eiga

Olía
Olía
salt flögur
Flögusalt

Recipe composite

Sætar kartöflur (34%), kjúklingabringur (32%) (kjúklingabringur (91%), vatn, salt, glúkósasíróp, sýrustillir (E500), rotvarnarefni (E262)), agúrka (13%), kryddjurtasósu- grunnur (7%) (sýrður rjómi 10% (UNDANRENNA, RJÓMI sýrður með mjólkursýrugerlum, gelatín, ostahleypir), majónes (repjuolía, vatn, EGGJARAUÐUR, edik, sykur, SINNEPSMJÖL, salt, krydd, bindiefni (E412, E415, E1442), sýra (E260, E330), rotvarnarefni (E202, E211)), hvítlaukur, sítrónusafi (sítrónusafi, rotvarnarefni (E224 SÚLFÍT))), kryddraspur (5%) (kornflex (maís, maltað BYGG þykkni (GLÚTEN), sykur, salt), ritz kex (HVEITI, sólblómaolía, sykur, glúkósa-frúktósa síróp, lyftiefni (E341, E503, E500, E501), salt, maltað BYGG), ítölsk hvítlauksblanda (hvítlaukur, SELLERÍFRÆ, basilika, steinselja, cayennepipar), SESAMFRÆ), jógúrtblanda (4%) (grísk jógúrt (NÝMJÓLK sýrð með jógúrtgerlum og síuð), EGGJAHVÍTUR, dijon sinnep (vatn, SINNEPSFRÆ, hvítvín (inniheldur SÚLFÍT), edik, salt, sykur, krydd)), salatblanda (3%) (lambhagasalat, íssalat, rauðrófublöð), timían, graslaukur.
Hætta er á að aðrir ofnæmisvaldar fyrirfinnist vegna smithættu frá öðrum afurðum við pökkun.

Dröfn Vilhjálmsdóttir

Matarbloggari