Skip to main content

Heilsupakkinn er nú fáanlegur

Hollur og trefjaríkur matur - Þrjár máltíðir á viku

Birt 31. Aug. '18

Við kynnum til leiks Heilsupakka Eldum rétt.

Frá því að Eldum rétt var stofnað árið 2014 höfum við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir heilsuréttum. Fólk er sífellt að verða meðvitaðra um mikilvægi hollrar fæðu og vill í ríkara mæli geta boðið upp á holla eldaða rétti án þess að flækjustigið sé of hátt. Vöruþróunarteymið okkar er í dag skipað af þeim Snorra og Helgu sem vinna alla daga að þróun nýrra rétta, í rúmt ár hafa þau unnið að því að þróa og smakka til rétti Heilsupakkans.

Fyrsti matarpakki Eldum rétt er Sígildi pakkinn sem hefur jafnframt verið okkar vinsælasti pakki. Því næst fórum við að bjóða upp á Paleo-pakkann sem inniheldur hið geysivinsæla „steinaldarfæði“ en í paleo eru engar mjólkur- eða kornvörur, ekkert hveiti og engar unnar matvörur. Paleo hentar breiðum hópi og sérstaklega vel þeim sem eru með mataróþol. Vegan-pakkinn hefur einnig verið á boðstólnum í dágóðan tíma. Þann pakka kaupa bæði þeir sem neyta ekki dýraafurða og þeir sem kjósa hann í bland við aðra pakka til að auka á fjölbreytnina. Þrátt fyrir ofangreint vöruúrval höfum við fundið fyrir áhuga á nýjum matarpakka sem er hugsaður til að komast til móts við þá sem kjósa hollt og fjölbreytt mataræði án þess að fylgja ákveðnum stefnum þegar kemur að mat. Þessi eftirspurn sem við fundum ýtti okkur út í að þróa Heilsupakkann eins og hann er í dag. 

Heilsupakkinn ætti að henta flestum sem vilja hugsa vel um heilsuna og borða holla, trefjaríka fæðu ásamt ríku magni af grænmeti. Pakkinn inniheldur fisk-, grænmetis-, kjúklinga- og kjötrétti. Alls þrír réttir á viku sem þú sérð um að elda. Unnum vörum og hvítum sykri er haldið í lágmarki og kolvetnin eru gróf og hægmeltanleg. Stuðst er við ráðleggingar frá landlækni þegar kemur að hitaeiningafjölda í hverjum skammti sem fer ekki yfir 700 hitaeiningar. 

Heilsupakkinn verður í boði bæði fyrir tvo og þrjá fullorðna. Sjá matseðil Heilsupakkans hér.

Heilsupakkinn

Heilsu yfirlit matarpakka

Uppskriftirnar eru hollar og trefjaríkar með lágum sykurstuðli. Pakkinn getur innihaldið fisk-, grænmetis-, kjúklinga- og kjötrétti. Engar unnar kjötvörur eru í pakkanum, kolvetnin eru flókin og hægmeltanleg. Stuðst er við ráðleggingar frá landlækni þegar kemur að hitaeiningafjölda í hverjum skammti sem fer ekki yfir 700 hitaeiningar.